Fótbolti

Galatasary vill fá Alfreð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð skoraði tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili.
Alfreð skoraði tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. vísir/getty
Tyrklandsmeistarar Galatasary renna hýru auga til Alfreðs Finnbogasonar. Íslendingavaktin greinir frá og vísar í umfjöllun tyrkneskra fjölmiðla.

Talið er að Galatasary sé tilbúið að borga sex milljónir evra fyrir Alfreð sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Augsburg.

Alfreð var mikið meiddur í vetur og gekkst undir aðgerð á dögunum. Hann verður ekki klár í slaginn aftur fyrr en í haust.

Í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í vikunni sagði Alfreð að Augsburg vildi framlengja samning hans við félagið.

„Þeir hafa tilkynnt mér það að þeir vilja framlengja samninginn. Það verður að koma í ljós á næstu vikum hvort við náum samkomulagi. Annars er einn fókus núna og það er að ná sér heilum,“ sagði Alfreð.





Alfreð skoraði tíu mörk í 18 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Augsburg endaði í 15. sæti deildarinnar.

Landsliðsframherjinn gekk í raðir Augsburg í ársbyrjun 2016. Enginn leikmaður Augsburg hefur skorað fleiri mörk fyrir félagið í efstu deild en Alfreð (32 mörk)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×