Rússland vígir kjarnorkudrifinn ísbrjót Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 21:11 Sibir, systurskip Úralsins. getty/Igor Russak Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís. Norðurslóðir Rússland Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís.
Norðurslóðir Rússland Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira