Fótbolti

Forseti Barcelona staðfestir að það verði sviptingar hjá félaginu í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Josep Bartomeu til vinstri.
Josep Bartomeu til vinstri. vísir/getty

Josep Bartomeu, forseti Barcelona, staðfesti í gærkvöldi að það verði sviptingar á leikmannamarkaðnum hjá félaginu í sumar eftir vonbrigðatímabil.

Börsungar töpuðu 2-1 fyrir Valencia í úrslitaleik spænska bikarsins í gær og endar því tímabilið á að vinna „einungis“ spænska deildarmeistaratitilinn.

Það eru mikil vonbrigði en Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Malcom og Andre Gomes hafa allir verið orðaðir burt frá félaginu en Frenkie De Jong er sá eini sem félagið hefur nú þegar keypt.

„Á hverju ári koma nýir leikmenn inn. Nú þegar höfum við staðfest komu De Jong og núna vinnum við að því að koma með nýja leikmenn inn og losa okkur við aðra, eins og gerist á hverju sumri.“

„Núna er ekki tímapunkturinn til þess að ræða um þetta. Það eru alltaf leikmenn sem koma inn en núna er ekki tímabært að ræða meira um þetta,“ sagði forsetinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.