Enski boltinn

Vill vinna Evrópudeildina fyrir Mkhitaryan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan. vísir/getty

Sokratis Papastathopoulos, varnarmaður Arsenal, vill vinna Evrópudeildina fyrir liðsfélaga sinn, Henrikh Mkhitaryan, sem spilar ekki úrslitaleikinn.

Armeninn Mkhitaryan treystir sér ekki að ferðast til Bakú þar sem úrslitaleikurinn fer fram en mikil reiði er á milli Armeníu og Azerbaídsjan.

„Auðvitað er þetta mikill missir fyrir okkur. Við erum mjög vonsviknir og við verðum að vinna þetta fyrir hann,“ sagði sá gríski í samtali við fjölmiðla.

„Við verðum að fara þangað og spila okkar leik. Að trúa því að við getum unnið og ég held að ef við gefum okkur hundrað prósent í þetta og eigum góðan dag þá getum við þetta.“

Sokratis nefnir að Arsenal þurfi að hugsa um sjálfa sig og ekki einbeita sér of mikið að því hvað Chelsea er að gera.

„Þeir eru með mjög góða leikmenn og góðan stjóra. Við berum virðingu fyrir þeim en við spilum okkar leik. Að spila okkar leik, skapa tækifæri, vera fókuseraðir og verjast vel.“

„Við verðum að spila saman og að endingu vinna leikinn - þetta er erfitt fyrir okkur en það er einnig erfitt fyrir þá,“ sagði Sokratis.

Úrslitaleikurinn fer fram á miðvikudaginn í Bakú og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.