Fótbolti

Ítalíumeistararnir luku keppni með tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tveir þrautreyndir í baráttunni í dag
Tveir þrautreyndir í baráttunni í dag vísir/getty

Lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fer fram um helgina og nú rétt í þessu luku Ítalíumeistarar Juventus sér af þar sem þeir voru í heimsókn hjá Sampdoria. 

Cristiano Ronaldo var ekki í leikmannahópi Juventus og er óhætt að segja að liðsfélagar hans virtust ekki hafa mikinn hug á að klára mótið með stæl enda fór að lokum svo að Sampdoria vann tveggja marka sigur.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 84.mínútu þegar Gregoire Defrel kom heimamönnum á bragðið og í uppbótartíma gulltryggði Gianluca Caprari sigur Sampdoria sem lýkur keppni í 9.sæti deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.