Telur Sundhöll Keflavíkur nú tapaða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. maí 2019 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur, í hópi félaga. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira