Telur Sundhöll Keflavíkur nú tapaða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. maí 2019 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur, í hópi félaga. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Sjá meira
„Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“