Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2019 12:15 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna, Bergþór Ólason varaformaður þingflokks Miðflokksins og Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira