Erlent

Lést eftir að hafa innbyrt 246 poka af kókaíni

Sylvía Hall skrifar
Pokarnir fundust í maga og þörmum mannsins.
Pokarnir fundust í maga og þörmum mannsins. Vísir/Getty

Flugvél á leið frá Mexíkóborg til Narita í Japan þurfti að nauðlenda í borginni Hermosillo í Sonora-fylki í Mexíkó eftir að farþegi byrjaði að fá flogaköst. BBC greinir frá.

Farþeginn, japanskur maður, hafði innbyrt 246 poka af kókaíni og lést hann skömmu eftir lendingu af völdum heilabjúgs sem stafaði af kókaíninu. Hann hafði þá flogið frá Bogotá í Kólumbíu til Mexíkóborgar þar sem hann ætlaði sér að fljúga aftur til Japan.

Við krufningu fundust pokarnir í maga og þörmum mannsins en þeir voru tveir og hálfur sentimetri að lengd og um það bil sentimetri að breidd.

Tæplega tvö hundruð farþegar voru um borð í vélinni þegar atvikið átti sér stað en fengu þeir fljótlega að halda aftur til Japan skömmu eftir lendingu. Yfirvöld í Mexíkó rannsaka nú málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.