Erlent

Tólf ára stúlka ein tveggja sem stungin voru til bana í Japan

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar í Kawasaki
Frá vettvangi árásarinnar í Kawasaki Getty/Carl Court

Tólf ára gömul stúlka er meðal tveggja sem létust eftir hnífaárás í japönsku borginni Kawasaki, suður af Tókíó rétt fyrir klukkan átta um morgun á japönskum tíma. BBC greinir frá.

Átján manns slösuðust þegar að karlmaður á sextugsaldri dró upp eggvopn og réðst á gangandi vegfarendur. Tveir létust í árásinni, tólf ára gömul stúlka og 39 ára gamall maður. Árásarmaðurinn er sagður hafa lokið árásinni með því að stinga sig endurtekið í hálsinn áður en Lögregla náði að stöðva hann, maðurinn lést af sárum sínum.

Ástæða árásarinnar er óljós en samkvæmt japönskum fjölmiðlum var stór hluti þeirra sem maðurinn réðst á skólastúlkur sem biðu eftir skólabíl á leið þeirra í skólann. Sjónarvottar segja mannin hafa ráðist á börn fyrir utan skólabílinn og seinna farið inn í bílinn og ráðist á börnin sem var þar að finna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.