Erlent

Á sjötta tug fanga látinn í átökum gengja

Kjartan Kjartansson skrifar
Anisio Jobim-fangelsið í Manaus þar sem fangar voru drepnir.
Anisio Jobim-fangelsið í Manaus þar sem fangar voru drepnir. Vísir/EPA
Að minnsta kosti fjörutíu fangar voru kyrktir til bana í fjórum fangelsum í borginni Manaus í Brasilíu í gær. Daginn áður höfðu fimmtán fangar fallið í átökum gengja innan veggja fangelsanna. Fangelsisyfirvöld segjast hafa náð tökum á ástandinu.Gengi fíkniefnasala eru sögð ráða lögum og lofum í nær öllum fangelsum Brasilíu. Fangelsin hafa lengi verið yfirfull og eru sögð hafa í reynd gert lítið annað en að hjálpa gengjunum að afla sér liðsauka.Átök fangelsisgengja eru einnig tíð í landinu. Tæplega 150 fangar létust þegar gengi sem tengjast tveimur stærstu fíkniefnahringjum landsins slátruðu meðlimum hvers annars á þriggja vikna tímabili í janúar árið 2017.Þeir sem voru drepnir á sunnudag voru ýmist kyrktir eða stungnir til bana, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Jair Bolsonaro, forseti, hefur heitið því að ná aftur tökum á fangelsum landsins og að reisa fleiri. Flest fangelsi eru þó rekin af einstökum ríkjum Brasilíu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.