Fótbolti

Fyrirliðabandið tekið af Neymar vegna agavandamála

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar verður ekki með fyrirliðabandið í Suður-Ameríkukeppninni í Brasilíu í sumar.
Neymar verður ekki með fyrirliðabandið í Suður-Ameríkukeppninni í Brasilíu í sumar. vísir/getty
Neymar verður ekki fyrirliði brasilíska landsliðsins í Suður-Ameríkukeppninni í Brasilíu í sumar. Samherji Neymars hjá Paris Saint-Germain, Dani Alves, tekur við fyrirliðabandinu hjá Brössum.Tite, þjálfari brasilíska landsliðsins, tilkynnti Neymar þetta þegar hann mætti til æfinga hjá landsliðinu á laugardaginn.Neymar hefur átt í vandræðum með að hemja skap sitt í vetur. Hann fékk þriggja leikja bann fyrir að slá til áhorfenda eftir úrslitaleik PSG og Rennes í frönsku bikarkeppninni.Brasilíumaðurinn fékk einnig þriggja leikja bann fyrir að móðga dómara eftir seinni leik PSG og Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.Bæði þessi atvik höfðu áhrif á ákvörðun Tites að taka fyrirliðabandið af Neymar.„Hann gerði mistök. Ég mun ræða við hann um mannasiði. Ég mun ræða við hann sem landsliðsþjálfari en líka sem manneskja. Þetta snýst um mannasiði og viss gildi,“ sagði Tite í síðustu viku.Brasilía er í riðli með Perú, Bólivíu og Venesúela í Suður-Ameríkukeppninni sem hefst 14. júní næstkomandi.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.