Fótbolti

Stærstu stjörnurnar skína á Stöð 2 Sport í sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi verður í eldlínunni með argentínska landsliðinu á Copa America
Lionel Messi verður í eldlínunni með argentínska landsliðinu á Copa America vísir/getty

Fertugasta og sjötta Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta, Copa America, fer fram í sumar og verður hægt að sjá alla leikina í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Mótið fer fram í Brasilíu 14. júní til 7. júlí og á Síle titil að verja eftir að hafa unnið síðustu tvær keppnir, 2016 og 2015.

Tólf þjóðir berjast um Suður-Ameríkumeistaratitilinn. Allar tíu aðildarþjóðir suður-ameríska sambandsins og tvær gestaþjóðir: Katar og Japan.

Opnunarleikur mótsins er leikur Brasilíu og Bólivíu sem fram fer í Sao Paulo 14. júní.

Mörg af stærstu nöfnum fótboltaheimsins verða í eldlínunni á mótinu, meðal annars Neymar, Lionel Messi, James Rodriguez og Sergio Aguero. Strax á öðrum degi mótsins mætast Argentína og Kólumbía og má þá sjá James Rodriguez berjast við Messi, Aguero og félaga.

Úrslitaleikur mótsins verður leikinn 7. júlí í Ríó, klukkan 20:00 að íslelnskum tíma í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.