Innlent

Eldur í hafnfirskum ruslahaug

Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Allar stöðvar voru fyrst kallaðar út en svo reyndist um minniháttar atvik að ræða.
Allar stöðvar voru fyrst kallaðar út en svo reyndist um minniháttar atvik að ræða. Vísir/Vilhelm
Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Hringhellu í Hafnarfirði um klukkan hálfellefu í gærkvöldi þegar reyk tók að leggja yfir Vellina og sást reykurinn vel frá Reykjanesbraut.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að í fyrstu hafi virst sem um mikinn eld væri að ræða en við nánari skoðun kom í ljós að um eld í ruslahaug fyrir utan húsnæðið var að ræða.

Þá var megnið af liðinu sent til baka en lið frá tveimur stöðvum varð eftir til að slökkva í haugnum, sem tók um hálftíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×