Dúx Borgarholtsskóla fór beint frá Silfurbergi á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2019 11:30 Magnús Gauti ásamt Kristjáni Ara Arasyni, sviðsstjóra bóknáms við útskriftarathöfnina síðasta laugardag. Mynd/Kristín Bogadóttir „Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús. Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag. Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum. Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019. Borðtennis Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
„Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús. Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag. Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum. Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019.
Borðtennis Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira