Erlent

Rúmlega tuttugu látnir í rútuslysi í Mexíkó

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins sem varð í bænum Maltrata.
Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins sem varð í bænum Maltrata. Getty
Tuttugu manns hið minnsta eru látnir eftir árekstur rútu og vörubíls á hraðbraut í mexíkóska ríkisnu Veracruz í suðausturhluta landsins. Þrjátíu manns til viðbótar hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Mexíkóskir fjölmiðlar segja að rútan og vörubíllinn hafi fljótt orðið alelda eftir áreksturinn. Rútan var á leið frá Mexíkóborg til Tuxtla Gutierrez í Chiapas-ríki þegar slysið varð.

Rútubílstjórinn er sagður hafa gert tilraunir til að hemla áður en áreksturinn verð, en tókst ekki að stöðva rútuna í tæka tíð.

Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins sem varð í bænum Maltrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×