Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 19:00 Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli. Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli. Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira