Fótbolti

Spenna fyrir lokaumferðina í Þýskalandi: Dortmund vann en Bayern gerði jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Dortmund fagna marki Delaney.
Leikmenn Dortmund fagna marki Delaney. vísir/getty
Bayern Munchen mistókst að tryggja sér þýska meistaratitilinn í dag er liðið gerði markalaust jafntefli við RB Leipzig á útivelli.

Bayern virtist vera tryggja sér titilinn með marki frá Leon Goretzka í upphafi síðari hálfleiks en markið var dæmt af eftir skoðun dómara í VARsjáni. Rangstaðan var þó afar, afar tæp.

Á sama tíma unnu erkifjéndurnir í Dortmund 3-2 sigur á Fortuna Dusseldorf og héldu þar með lífi í toppbarátunni.

Christian Pulisic kom Dortmund yfir en Oliver Fink jafnaði metin fyrir Dusseldorf. Á 53. mínútu var það svo Daninn Thomas Delaney sem kom Dortmund yfir og Mario Götze bætti við þriðja markinu í uppbótartíma áður en Dusseldorf minnkaði aftur muninn.

Bayern er þó áfram á toppnum en þeir eru með tveggja stiga forskot á Dortmund fyrir lokaumferðina sem fer fram um næstu helgi.

Bayern spilar við Eintracht Frankfurt á heimavelli sem er í mikilli baráttu um Meistaradeildarsæti en Dortmund spilar við Borussia Mönchengladbach á útivelli. Þeir eru einnig í Meistaradeildarbaráttu.

Hannover og Nurnberg féllu niður í B-deildina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×