Fótbolti

Hent út úr Meistaradeildinni af Liverpool en hefur enn stuðning forsetans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valverde íbygginn á svip í leiknum gegn Liverpool.
Valverde íbygginn á svip í leiknum gegn Liverpool. vísir/getty
Ernesto Valverde, stjóri Brarcelona, segir að hann sé með stuðnings forseta félagsins og sé ekki á förum frá félaginu eftir annað afhroðið í Meistaradeildinni á einu ári.

Barcelona glutraði niður 3-0 forystu gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en á síðasta ári kastaði liðið einnig 4-1 forystu frá sér gegn Roma. Mikið hefur því verið rætt og ritað um framtíð stjórans.

„Mér líður vel og ég lít björtum augum á framtíðina. Ég mun ekki fela mig á bakvið vegginn,“ sagði Valverde og sagðist hafa rætt við aðila innan félagsins:

„Ég hef talað við forsetann og hefur alltaf liðið eins og hann styðji mig. Hann hefur gefið mér stuðning. Þegar svona gerist er eins og allt sé að detta í sundur en við vitum hvernig heimurinn er.“

„Allir halda að við ættum að brenna allt sem við eigum en við þurfum bara koma þessu á réttan kjöl,“ sagði stjórinn.

Barcelona mætir Getafe í dag en það er fyrsti leikurinn síðan að liðið datt út fyrir Liverpool í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×