Fótbolti

Neymar verður ekki fyrirliði PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar í leik gærdagsins.
Neymar í leik gærdagsins. vísir/getty
Thomas Tuchel, stjóri PSG, segir að brasilíska stjarna liðsins, Neymar, hafi ekki það sem þarf til þess að verða fyrirliði PSG á næstunni.

Brasilíumaðurinn var í stuði í gær er hann skoraði eitt mark og lagði upp annað er PSG vann 2-1 sigur á Angers í frönsku úrvalsdeildinni. Fyrsti sigur PSG í tæpan mánuð.

„Fyrir mig hefur Neymar ekki manninn að geyma til þess að bera armbandið. Hann er tæknilegur leiðtogi og framherji,“ sagði Tuchel.

„Ég skil ekki afhverju allir eru að tala um þetta. Við erum með Thiagi Silva og Marquinhos. Þeir eru frábærir og við erum ekki að fara breyta því,“ bætti sá þýski við.

Neymar spilaði væntanlega sinn síðasta leik á leiktíðinni í gær þrátt fyrir að einn leikur sé eftir af frönsku úrvalsdeildinni.

Hann var nefnilega dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hafa slegið til stuðningsmanns eftir tapið gegn Rennes í úrslitaleik franska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×