Enski boltinn

Van Dijk valinn sá besti

Virgil með verðlaunin.
Virgil með verðlaunin. vísir/getty
Virgil van Dijk var kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu sem lýkur í dag en enska úrvalsdeildin tilkynnti þetta í dag.

Kosið var á vef ensku ensku úrvalsdeildarinnar en sjö leikmenn komu til greina. Að endingu var það svo varnarmaður Liverpool sem hirti verðlaunin og varð þriðji varnarmaðurinn til að vinna verðlaunin.







Sergio Aguero, Bernardo Silva, Eden Hazard, Sadio Mane, Mohamed Salah og Raheem Sterling komu einnig til greina en Hollendingurinn hirti verðlaunin.

Hann verður í eldlínunni er Liverpool fær Wolves í heimsókn. Liverpool þarf þrjú stig og vona að Brighton taki stig af Manchester City á sama tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×