Fótbolti

Elías Már skoraði þrjú í ótrúlegri endurkomu | Mikilvægt mark Kjartans Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías fagnar marki í dag.
Elías fagnar marki í dag. vísir/gett
Elías Már Ómarsson skoraði þrjú mörk er Excelsior vann 5-4 sigur á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Keflvíkingurinn kom Excelsior tvígang yfir í leiknum en í bæði skiptin komu heimamenn í Heracles til baka og voru komnir í 4-3.

Gestirnir voru þó ekki hættir og komu til baka í uppbótartíma þar sem Elías Már skoraði sigurmarkið.

Elías spilaði allan leikinn fyrir Excelsior en Mikael Anderson sat allan tímann á bekknum. Liðið er í 16. sæti og er á leið í umspil um fall.

Í Danmörku skoraði Kjartan Henry Finnbogason eina mark leiksins er Vejle vann 1-0 sigur á Hobro í umspili um fall. Markið skoraði hann á 24. mínútu.

Liðin mætast aftur í næstu viku en liðið sem vinnur einvígið fer í aðra tvo umspilsleiki við lið úr fyrstu deildinni. Tapliðið fellur hins vegar niður í B-deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×