Fótbolti

Matthías á skotskónum í sigri Valerenga

Dagur Lárusson skrifar
Matthías með treyju Valerenga.
Matthías með treyju Valerenga. Mynd/Valerenga
Matthías Vilhjálmsson skoraði í 5-1 stórsigri Valerenga á Ranheim í norsku boltanum í dag.

 

Fyrir leikinn voru Matthías og félagar með ellefu stig í deildinni á meðan mótherjar þeirra í Ranheim voru með sjö stig.

 

Liðsmenn Valerenga voru aldrei í vandræðum með Ranheim í dag en það var Matthías sem skoraði fyrsta mark leiksins á 53. mínútu. Liðsmenn Valerenga voru síðan ekkert að staldra við hlutina heldur skoruðu strax annað mark, aðeins tveimur mínútum seinna en það var Deyver Vega sem skoraði.

 

Ranheim fékk hinsvegar vítaspyrnu nokkrum mínútum seinna og minnkaði Micheal Karlsen muninn fyrir Ranheim.

 

Það var síðan Vega sem skoraði þriðja mark Valerenga og annað mark sitt á 64. mínútu áður en Chidera Ejuke skoraði tvívegis og innsiglaði sigur Valerenga.

 

Matthías spilaði allan leikinn fyrir Valerenga en liðið er nú með fjórtán stig í þriðja sæti deildarinnar.

 

Oliver Sigurjónsson sat allan tímann á varamannabekk Bode/Glimt í 1-1 jafntefli liðsins gegn Haugesund

 

Úrslit dagsins:

 

Haugesund 1-1 Bode/Glimt

Molde 1-0 Mjondalen

Ranheim 1-4 Valerenga

Sarpsborg 0-1 Kristiansund BK

Tromsö 1-2 Odds Ballklubb

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×