Fótbolti

Real Madrid tapaði og Barcelona vann

Dagur Lárusson skrifar
Zidane á hliðarlínunni.
Zidane á hliðarlínunni. vísir/getty
Real Madrid tapaði enn einu sinni á meðan Barcelona vann 2-0 sigur í næstsíðustu umferð spænsku deildarinnar.

 

Það er ekki mikil spenna á toppi né botni deildarinnar í dag en Barcelona var fyrir löngu búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn. Það er einnig nokkuð líklegt að liðin þrjú sem fara niður eru Huesca, Vallecano og Girona.

 

Það er hinsvegar ekki ljóst hvaða lið mun hreppa fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið en það geta bæði verið Valencia eða Getafe. Valencia fór með sigur af hólmi í sínum leik 3-1 á meðan Getafe tapaði fyrir Barcelona og því er það eins og Valencia sem mun spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það var Arturo Vidal sem skoraði fyrra mark Barcelona en seinni markið var sjálfsmark.

 

Það er ljóst að Real Madrid mun breyta mikið til í sumar en 3-1 tap liðsins var hvorki meira né minna en ellefta tap liðsins í deildinni en mark Real skoraði Brahim Diaz. Grannar Real í Madríd, Atletico Madrid gerðu síðan jafntefli við Sevilla 1-1 og eru í öðru sætinu.

 

Úrslit dagsins:

 

Bilbao 3-1 Celta Vigo

Atletico Madrid 1-1 Sevilla 

Barcelona 2-0 Getafe

Betis 2-1 Huesca

Girona 1-2 Levante

Leganes 0-2 Espanyol

Rayo Vallecano 3-1 Real Madrid

Valencia 3-1 Alaves

Villareal 1-0 Eibar

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×