Enski boltinn

Solskjær: Eigum stuðningsmennina ekki skilið

Dagur Lárusson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að liðið hafi ekki átt stuðningsmennina skilið eftir leikinn í dag.

 

Ole Gunnar byrjaði frábærlega með Manchester United og kom liðinu í frábæra stöðu til þess að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Hinsvegar, alveg síðan Norðmaðurinn var ráðinn stjóri til næstu ára hefur gengi liðsins verið hrikalegt og var það kórónað í dag með sigri gegn Cardiff sem var þegar fallið.

 

„Við erum ekki félag sem á að vera í sjötta sæti deildarinnar.”

 

„Þetta var vandræðalegt þegar við gengum hringinn í kringum völlinn og fengum samt sem áður stuðning frá stuðningsmönnunum.”

 

„Stuðningsmennirnir eru undirstaðan hjá þessu félagi, án þeirra værum við ekki neitt. Við munum koma til baka fyrir þá. En eins og er, þá eigum við þá ekki skilið.”

 

Ole segir að liðið muni eiga erfitt með að berjast um titilinn á næsta tímabili.

 

„Við erum vanir því að berjast um titilinn en það mun ekki vera möguleiki alveg strax. Ef við horfum á stöðuna með raunhæfum augum þá er ólíklegt að við munum vinna upp þessi 32 stig sem við erum á eftir City á næsta tímabili.”

 

„Við verðum að berjast um Meistaradeildarsæti og vinna annan bikar.”

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×