Fótbolti

Roma sigraði toppliðið

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum.
Úr leiknum. vísir/getty
Roma gerði sér lítið fyrir og vann topplið Juventus í ítalska boltanum í dag.

 

Roma er í harðri baráttu við Milan liðin tvö um fjórða og síðasta sætið sem gefur þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

 

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en hvorugu liðinu tókst að skora og því markalaust í hálfleiknum.

 

Roma var líklegri aðilinn í leiknum en liðsmenn liðsins áttu níu marktilraunir gegn fimm hjá Juventus en það stefndi þó allt í að leikurinn yrði markalaus. En það var þó ekki raunin því á 79. mínútu skoraði Alessandro Florenzi og kom Roma yfir.

 

Þetta var hinsvegar ekki síðasta mark leiksins því í uppbótartíma náði Edin Dzeko að tvöfalda forskot Roma og innsigla sigurinn.

 

Eftir leikinn er Roma með 62 stig í sjötta sæti deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×