Sara Björk segist vera stolt af tímabilinu þar sem mikið gekk á bak við tjöldin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 19:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar titlinum með hinni sænsku Nillu Fischer. Getty/ Thomas Eisenhuth Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018, varð á dögunum tvöfaldur meistari með þýska liðinu VfL Wolfsburg en þetta er þriðja árið í röð sem hún er bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari. Sara Björk hefur nú unnið sjö meistaratitla í Svíþjóð og í Þýskalandi (og tólf titla samtals) síðan að hún fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum átta árum síðan. Sara varð fjórum sinnum sænskur meistari með LdB FC Malmö (seinna Rosengård). Sara Björk fagnar þessu frábæra tímabili inn á fésbókarsíðu sinni í dag en vill að stuðningsfólk sitt og aðdáendur átti sig á því að árangur kemur ekki að sjálfum sér. Það hefur nefnilega greinilega mikið verið í gangi á bak við tjöldin á þessu tímabili. Sara Björk skrifar færslu sína á ensku en hana má sjá hér fyrir neðan. „Oft sér fólk bara titlana og sigurstundirnar í lok tímabils,“ skrifaði Sara Björk og hélt svo áfram: „Það sem fólk sér ekki er öll vinnan og tileinkunin. Fólk sér ekki það sem lagt er á sig aukalega utan vallar. Fólk sér ekki vonbrigðin og áföllin sem þurfti að yfirvinna. Fólk sér ekki andlegu pressuna eða kvíðann sem maður þarf að takast á við. Fólk sér ekki agann eða fórnir manns eða það að þurfa að glíma við miklar væntingar í hverjum leik,“ skrifaði Sara. „Þetta er allt sem gerist á bak við tjöldin. Þetta er það sem gerir okkur að leikmönnum og það er þarna sem ég mæli árangur. Annað ár að baki með mikla vinnu á bak við tjöldin og tvo titla. Ég er stolt,“ skrifaði íslenski landsliðsfyrirliðinn í uppgjöri sínu á eftirminnilegu tímabili. Þýski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018, varð á dögunum tvöfaldur meistari með þýska liðinu VfL Wolfsburg en þetta er þriðja árið í röð sem hún er bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari. Sara Björk hefur nú unnið sjö meistaratitla í Svíþjóð og í Þýskalandi (og tólf titla samtals) síðan að hún fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum átta árum síðan. Sara varð fjórum sinnum sænskur meistari með LdB FC Malmö (seinna Rosengård). Sara Björk fagnar þessu frábæra tímabili inn á fésbókarsíðu sinni í dag en vill að stuðningsfólk sitt og aðdáendur átti sig á því að árangur kemur ekki að sjálfum sér. Það hefur nefnilega greinilega mikið verið í gangi á bak við tjöldin á þessu tímabili. Sara Björk skrifar færslu sína á ensku en hana má sjá hér fyrir neðan. „Oft sér fólk bara titlana og sigurstundirnar í lok tímabils,“ skrifaði Sara Björk og hélt svo áfram: „Það sem fólk sér ekki er öll vinnan og tileinkunin. Fólk sér ekki það sem lagt er á sig aukalega utan vallar. Fólk sér ekki vonbrigðin og áföllin sem þurfti að yfirvinna. Fólk sér ekki andlegu pressuna eða kvíðann sem maður þarf að takast á við. Fólk sér ekki agann eða fórnir manns eða það að þurfa að glíma við miklar væntingar í hverjum leik,“ skrifaði Sara. „Þetta er allt sem gerist á bak við tjöldin. Þetta er það sem gerir okkur að leikmönnum og það er þarna sem ég mæli árangur. Annað ár að baki með mikla vinnu á bak við tjöldin og tvo titla. Ég er stolt,“ skrifaði íslenski landsliðsfyrirliðinn í uppgjöri sínu á eftirminnilegu tímabili.
Þýski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira