Fótbolti

Brasilískt félag gaf leikmönnum ólögleg lyf

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Thiago Heleno hefur verið settur í bann vegna málsins
Thiago Heleno hefur verið settur í bann vegna málsins vísir/getty
Tveir leikmenn brasilíska liðsins Athletico Paranaense féllu á lyfjaprófi eftir að starfsfólk félagsins gaf þeim bönnuð lyf.

Forseti félagsins, Mario Celso Petraglia, sagði á blaðamannafundi í gær að Thiago Heleno og Camacho fengu higenamine, lyf sem gefið er til þess að auka þyngdartap en er á bannlista lyfjaeftirlita.

Heleno hefur verið settur í bann af suður-ameríska knattspyrnusambandinu en Camacho er í skilorðsbundnu banni frá störfum innan félagsins.

Petraglia sagði leikmennina vera fórnarlömb í þessu máli og lofaði rannsókn í herbúðum félagsins vegna málsins.

„Þetta er eitt versta augnablikið á síðustu tveimur áratugum mínum hjá félaginu,“ sagði Petraglia.

Paranaense er í brasilísku borginni Curitiba og lauk leik í sjöunda sæti brasilísku Seria A deildinni árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×