Komin sterk til baka eftir meiðsli og skoraði gull af marki Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2019 19:15 Hulda Hrund Arnarsdóttir, tvítugur Árbæingur, skoraði gull af marki í sigri nýliða Fylkis gegn KR í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Hún er komin aftur inn af krafti í íslenska boltann eftir erfið meiðsli. Mark Huldu var algjörlega geggjað. Vippa af tæplega 30 metra færi eftir að hún hafði unnið boltann sjálf. „Ég náði að pressa og náði boltanum. Síðan fann ég þetta bara á mér. Ég sá að markvörðurinn var svolítið framarlega. Ég var bara ein þannig ég hugsaði bara af hverju ekki? Ég tók því bara skotið og hann endaði inni,“ segir Hulda Hrund. Fylkisliðið er nú búið að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum eftir að koma upp úr Inkasso-deildinni og er með sex stig sem er dúndur byrjun. „Ég er mjög ánægð. Ég missti af fyrstu tveimur leikjunum þar sem ég var að koma frá Bandaríkjunum og það eru fleiri að detta inn í þetta hjá okkur. Við erum bara enn þá að pússa okkur saman,“ segir Hulda Hrund. Hulda stundar nám með Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum og fer þangað á þriðja árið sitt síðar í sumar. Hulda meiddist í Pepsi-deildinni 2017 og ekki varð lífið betra þegar að hún fór svo út seinna sama ár. „Ég meiðist á vinstri fyrst eða fæ svona brjóskskemmdir. Mér var þá sagt að bíða þangað til að ég færi út og þá missti ég af öllu tímabilinu. Þegar að ég var svo að koma úr þeim meiðslum sleit ég krossbandið hægra megin í fyrsta byrjunarliðsleiknum. Þá fór í hönd ársferli til að koma bara til baka sterkari,“ segir hún. Meiðslasögunni er nú lokið, Hulda búin að skora geggjað mark og Fylkisliðið í fínum málum. Það er stemning í Árbænum. „„Það er alltaf stemning í Lautinni. Kjartan þjálfari er kominn aftur eftir smá frí í Haukum. Þetta er bara frábært. Stelpurnar spila fyrir hvor aðra og ég gæti ekki verið glaðari,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Hulda Hrund Arnarsdóttir, tvítugur Árbæingur, skoraði gull af marki í sigri nýliða Fylkis gegn KR í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Hún er komin aftur inn af krafti í íslenska boltann eftir erfið meiðsli. Mark Huldu var algjörlega geggjað. Vippa af tæplega 30 metra færi eftir að hún hafði unnið boltann sjálf. „Ég náði að pressa og náði boltanum. Síðan fann ég þetta bara á mér. Ég sá að markvörðurinn var svolítið framarlega. Ég var bara ein þannig ég hugsaði bara af hverju ekki? Ég tók því bara skotið og hann endaði inni,“ segir Hulda Hrund. Fylkisliðið er nú búið að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum eftir að koma upp úr Inkasso-deildinni og er með sex stig sem er dúndur byrjun. „Ég er mjög ánægð. Ég missti af fyrstu tveimur leikjunum þar sem ég var að koma frá Bandaríkjunum og það eru fleiri að detta inn í þetta hjá okkur. Við erum bara enn þá að pússa okkur saman,“ segir Hulda Hrund. Hulda stundar nám með Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum og fer þangað á þriðja árið sitt síðar í sumar. Hulda meiddist í Pepsi-deildinni 2017 og ekki varð lífið betra þegar að hún fór svo út seinna sama ár. „Ég meiðist á vinstri fyrst eða fæ svona brjóskskemmdir. Mér var þá sagt að bíða þangað til að ég færi út og þá missti ég af öllu tímabilinu. Þegar að ég var svo að koma úr þeim meiðslum sleit ég krossbandið hægra megin í fyrsta byrjunarliðsleiknum. Þá fór í hönd ársferli til að koma bara til baka sterkari,“ segir hún. Meiðslasögunni er nú lokið, Hulda búin að skora geggjað mark og Fylkisliðið í fínum málum. Það er stemning í Árbænum. „„Það er alltaf stemning í Lautinni. Kjartan þjálfari er kominn aftur eftir smá frí í Haukum. Þetta er bara frábært. Stelpurnar spila fyrir hvor aðra og ég gæti ekki verið glaðari,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira