Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2019 18:49 Hótelið við ánna Ilz þar sem þrennt fannst látið, skotið með lásboga, á laugardag. AP/Matthias Schrader Karlmaður og tvær konur sem fundust látin eftir að þau höfðu verið skotin með lásboga í Bæjaralandi um helgina voru öll skráð á vefsíðu áhugafólks um miðaldavopn. Enn hefur lögreglu hvorki tekist að varpa ljósi á hvernig fólkið tengdist né á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar. Lík fólksins fannst á hóteli við vinsæla gönguleið nærri bænum Passau í Bæjaralandi í Þýskalandi á laugardag. Þau höfðu öll verið skotin til bana með lásbogum. Lögregla fann þrjá lásboga á vettvangi en tveir þeirra höfðu verið notaðir. Saksóknarar segjast þess fullvissir að enginn annar en fólkið hafi verið á herberginu. Engin merki hafi fundist um átök, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið hafði bókað þrjár nætur á hótelinu. Karlmaðurinn, sem var 53 ára gamall, hefur aðeins verið nafngreindur sem Torsten W. Hann og Kerstin E, sem var 33 ára gömul, fundust liggjandi á rúmi þar sem þau héldust hönd í hönd. Hann hafði verið skotinn tveimur örvum í höfuðið og þremur í brjóstið. Konan hafði verið skotin einni ör í höfuðið og annarri í brjóstið. Hin konan var þrítug og hefur verið nafngreind sem Farina C. Hún fannst látin á gólfi herbergisins. Hún hafði verið skotin einni ör í hálsinn undir hökunni. Á herberginu fundust tvær erfðarskrár. Önnur þeirra tilheyrði Torsten W en hin Kerstin E. Þau voru bæði frá sambandslandinu Rínarlandi-Pfalz í vesturhluta Þýskalands.Frá vettvangi í Wittigen þar sem tvær konur fundust látnar í íbúð annarrar konunnar sem var skotin með lásboga nærri borginni Passau, um 650 kílómetrum sunnar.DPA/Christophe GateauÖnnur þeirra látnu talin maki Farinu C Farina C var frá bænum Wittigen í norðanverðu Þýskalandi. Lík tveggja kvenna fundust í íbúð hennar á mánudag. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart eftir að fréttirnar af líkfundinum í Passau spurðust út. Póstkassi konunnar var þá yfirfullur og óvenjuleg lykt barst frá íbúðinni. Lögregla telur að konurnar tvær hafi verið látnar í einhverja daga áður en lík þeirra fundust. Önnur þeirra var 35 ára gamall grunnskólakennari og er talin sambýliskona Farinu C. Hin konan var nítján ára gömul og kom frá Rínarlandi-Pfalz eins og Torsten W og Kerstin E. Talið er að hún hafi búið í íbúðinni eftir að hún flúði að heiman eftir rifrildi við foreldra sína. Ekki liggur fyrir hvernig konurnar tvær létust. Engir lásbogar fundust í íbúðinni og engin merki voru um átök. Torsten, Kerstin og Farina voru öll skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku. Torsten er sagður hafa átt verslun sem seldi ýmsan miðaldavarning eins og sverð, hnífa og mjöð. Þýskaland Tengdar fréttir Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Karlmaður og tvær konur sem fundust látin eftir að þau höfðu verið skotin með lásboga í Bæjaralandi um helgina voru öll skráð á vefsíðu áhugafólks um miðaldavopn. Enn hefur lögreglu hvorki tekist að varpa ljósi á hvernig fólkið tengdist né á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar. Lík fólksins fannst á hóteli við vinsæla gönguleið nærri bænum Passau í Bæjaralandi í Þýskalandi á laugardag. Þau höfðu öll verið skotin til bana með lásbogum. Lögregla fann þrjá lásboga á vettvangi en tveir þeirra höfðu verið notaðir. Saksóknarar segjast þess fullvissir að enginn annar en fólkið hafi verið á herberginu. Engin merki hafi fundist um átök, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið hafði bókað þrjár nætur á hótelinu. Karlmaðurinn, sem var 53 ára gamall, hefur aðeins verið nafngreindur sem Torsten W. Hann og Kerstin E, sem var 33 ára gömul, fundust liggjandi á rúmi þar sem þau héldust hönd í hönd. Hann hafði verið skotinn tveimur örvum í höfuðið og þremur í brjóstið. Konan hafði verið skotin einni ör í höfuðið og annarri í brjóstið. Hin konan var þrítug og hefur verið nafngreind sem Farina C. Hún fannst látin á gólfi herbergisins. Hún hafði verið skotin einni ör í hálsinn undir hökunni. Á herberginu fundust tvær erfðarskrár. Önnur þeirra tilheyrði Torsten W en hin Kerstin E. Þau voru bæði frá sambandslandinu Rínarlandi-Pfalz í vesturhluta Þýskalands.Frá vettvangi í Wittigen þar sem tvær konur fundust látnar í íbúð annarrar konunnar sem var skotin með lásboga nærri borginni Passau, um 650 kílómetrum sunnar.DPA/Christophe GateauÖnnur þeirra látnu talin maki Farinu C Farina C var frá bænum Wittigen í norðanverðu Þýskalandi. Lík tveggja kvenna fundust í íbúð hennar á mánudag. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart eftir að fréttirnar af líkfundinum í Passau spurðust út. Póstkassi konunnar var þá yfirfullur og óvenjuleg lykt barst frá íbúðinni. Lögregla telur að konurnar tvær hafi verið látnar í einhverja daga áður en lík þeirra fundust. Önnur þeirra var 35 ára gamall grunnskólakennari og er talin sambýliskona Farinu C. Hin konan var nítján ára gömul og kom frá Rínarlandi-Pfalz eins og Torsten W og Kerstin E. Talið er að hún hafi búið í íbúðinni eftir að hún flúði að heiman eftir rifrildi við foreldra sína. Ekki liggur fyrir hvernig konurnar tvær létust. Engir lásbogar fundust í íbúðinni og engin merki voru um átök. Torsten, Kerstin og Farina voru öll skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku. Torsten er sagður hafa átt verslun sem seldi ýmsan miðaldavarning eins og sverð, hnífa og mjöð.
Þýskaland Tengdar fréttir Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Fundust látin með lásboga í hendi Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi rannsakar mál vegna fundar þriggja líka á hótelherbergi, sem höfðu orðið fyrir örvum lásboga. 12. maí 2019 15:10
Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15