Kófsveittur í keppnishöllinni eftir að hafa farið á rangan flugvöll í London Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 15. maí 2019 14:30 Viktor beið eftir Andrean við Dan Panorama-hótelið í nótt. „Ég rétt náði kvöldinu í gær. Ég átti að mæta fyrr um daginn um klukkan tvö en ég mætti á vitlausan flugvöll og missti af fluginu mínu,“ segir Viktor Stefánsson, kærasti Andreans Sigurgeirssonar, sem dansar á sviðinu með Hatara í Eurovision. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli og einnig vakti Andrean sérstaka athygli á appelsínugula dreglinum á sunnudagskvöldið. Andrean starfar sem dansari hjá Íslenska dansflokknum og hefur verið mikið að gera hjá honum síðustu tvo mánuði, bæði hjá dansflokknum og með Hatara. Viktor er búsettur í London þar sem hann er í námi og ætti í raun að vera læra undir lokapróf núna.Rétt náði „Ég mætti á Gatwick-flugvöll þegar ég átti að vera á flugvellinum í Luton sem var ekki frábært. Ég náði síðasta fluginu og kom mér þangað. Það var eins og hálfs tíma seinkun á því flugi og það reddaði mér. Ég átti að lenda klukkan 8 um kvöldið en lenti klukkan korter í níu sýningin byrjarði klukkan tíu,“ segir Viktor sem átti þarna eftir að fara í gegnum vegabréfseftirlitið.Þegar Viktor tók á móti sínum manni í gær.„Þetta endaði með því að ég náði, með hjálp fimm aðila úr Hatara, að koma mér inn í höllina og ég settist í sætið mitt þegar að fyrsta lagið hófst. Ég náði allri sýningunni en var alveg kófsveittur,“ segir Viktor. Andrean var sjálfur í stresskasti áður en hann fór á sviðið vegna óvissunnar hvort Viktor myndi ná í tæka tíð. „Ég vildi ekki valda honum vonbrigðum að hafa misst af kvöldinu. Þetta snerist um að ég kom mér alla þessa leið til þess að sjá manninn minn upp á sviði og ég missi af því út af því að ég fór á vitlausan flugvöll. En það reddaðist allt á endanum og varð í rauninni bara betra. Ég var klæddur eins og ég væri á útihátíð, í íþróttafötum, og allir svaka fínir í kringum mig. Ég var bara í Adidas gallanum mínum og mér fannst þetta bara frábært. Ég er að springa úr stolti og þetta atriði er ógeðslega flott,“ segir Viktor á sundlaugabakkanum við Dan Panorama hótelið í Tel Aviv. Hann ætlaði í framhaldinu að taka sér smá pásu til að sóla sig áður en hann ætlaði að glugga örlítið í bækurnar vegna lokaprófsins framundan. Eurovision Tengdar fréttir Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær. 15. maí 2019 09:45 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
„Ég rétt náði kvöldinu í gær. Ég átti að mæta fyrr um daginn um klukkan tvö en ég mætti á vitlausan flugvöll og missti af fluginu mínu,“ segir Viktor Stefánsson, kærasti Andreans Sigurgeirssonar, sem dansar á sviðinu með Hatara í Eurovision. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli og einnig vakti Andrean sérstaka athygli á appelsínugula dreglinum á sunnudagskvöldið. Andrean starfar sem dansari hjá Íslenska dansflokknum og hefur verið mikið að gera hjá honum síðustu tvo mánuði, bæði hjá dansflokknum og með Hatara. Viktor er búsettur í London þar sem hann er í námi og ætti í raun að vera læra undir lokapróf núna.Rétt náði „Ég mætti á Gatwick-flugvöll þegar ég átti að vera á flugvellinum í Luton sem var ekki frábært. Ég náði síðasta fluginu og kom mér þangað. Það var eins og hálfs tíma seinkun á því flugi og það reddaði mér. Ég átti að lenda klukkan 8 um kvöldið en lenti klukkan korter í níu sýningin byrjarði klukkan tíu,“ segir Viktor sem átti þarna eftir að fara í gegnum vegabréfseftirlitið.Þegar Viktor tók á móti sínum manni í gær.„Þetta endaði með því að ég náði, með hjálp fimm aðila úr Hatara, að koma mér inn í höllina og ég settist í sætið mitt þegar að fyrsta lagið hófst. Ég náði allri sýningunni en var alveg kófsveittur,“ segir Viktor. Andrean var sjálfur í stresskasti áður en hann fór á sviðið vegna óvissunnar hvort Viktor myndi ná í tæka tíð. „Ég vildi ekki valda honum vonbrigðum að hafa misst af kvöldinu. Þetta snerist um að ég kom mér alla þessa leið til þess að sjá manninn minn upp á sviði og ég missi af því út af því að ég fór á vitlausan flugvöll. En það reddaðist allt á endanum og varð í rauninni bara betra. Ég var klæddur eins og ég væri á útihátíð, í íþróttafötum, og allir svaka fínir í kringum mig. Ég var bara í Adidas gallanum mínum og mér fannst þetta bara frábært. Ég er að springa úr stolti og þetta atriði er ógeðslega flott,“ segir Viktor á sundlaugabakkanum við Dan Panorama hótelið í Tel Aviv. Hann ætlaði í framhaldinu að taka sér smá pásu til að sóla sig áður en hann ætlaði að glugga örlítið í bækurnar vegna lokaprófsins framundan.
Eurovision Tengdar fréttir Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær. 15. maí 2019 09:45 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17
Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær. 15. maí 2019 09:45
Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00
Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03