Lífið

Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Conan Osiris, fulltrúi Portúgal, komst ekki áfram í gær. Ætli hann hafi verið í 11. sæti?
Conan Osiris, fulltrúi Portúgal, komst ekki áfram í gær. Ætli hann hafi verið í 11. sæti? Getty/Guy Prives
Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. Hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að aðeins tvö stig hafi skilið að atriðið sem hafnaði í 10. sæti í gær, og var þannig síðasta atriðið til að komast áfram á úrslitakvöldið á laugardag, og það lag sem hafnaði í 11. sæti og um leið komst ekki áfram.Rétt er að taka fram að ekki er um tvö atkvæði að ræða, heldur tvö stig, sem lögin fá frá áhorfendum og dómnefndum landanna.Þar að auki greinir Jon Ola frá því að nokkur samhljómur hafi verið með atkvæðum dómnefnda og áhorfenda. Af þeim 10 lögum sem komust áfram í gær voru áhorfendur og dómarar sammála um 8 þeirra.

Jon Ola greinir þó ekki frá því um hvaða lög ræðir eða hvernig atkvæðin dreifðust í gær. Ætla má að nákvæm úrslit verði ekki birt fyrr en að úrslitakvöldinu loknu, til að varna því að upplýsingarnar hafi áhrif á atkvæðagreiðsluna.Sjá einnig: Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola SandSem fyrr segir komust 10 lög áfram í gær og munu þau keppa til úrslita á laugardag. Hatari mun stíga á svið á síðari hluta úrslitakvöldsins, sem þykir vænlegt til árangurs. Sjö af síðustu tíu sigurlögum hafa þannig verið flutt í síðari hlutanum.Þjóðirnir sem eru komnar í úrslit eru eftirfarandi, en 10 þjóðir bætast við á morgun:Grikkland

Hvíta-Rússland

Serbía

Kýpur

Eistland

Tékkland

Ástralía

Ísland

San Marínó

Slóvenía

Spánn

Ítalía

Ísrael

Frakkland

Bretland

Þýskaland

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Hatari skríður áfram upp listann

Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár.

Ísland verður í seinni hlutanum á laugardag

Ísland verður í seinni hluta úrslitakvölds Eurovision næstkomandi laugardag. Þetta kom í ljós við upphaf blaðamannafundar sem haldin var eftir að úrslit fyrsta undanriðils Eurovision 2019 voru kunngjörð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.