Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 12:03 Conan Osiris, fulltrúi Portúgal, komst ekki áfram í gær. Ætli hann hafi verið í 11. sæti? Getty/Guy Prives Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. Hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að aðeins tvö stig hafi skilið að atriðið sem hafnaði í 10. sæti í gær, og var þannig síðasta atriðið til að komast áfram á úrslitakvöldið á laugardag, og það lag sem hafnaði í 11. sæti og um leið komst ekki áfram. Rétt er að taka fram að ekki er um tvö atkvæði að ræða, heldur tvö stig, sem lögin fá frá áhorfendum og dómnefndum landanna. Þar að auki greinir Jon Ola frá því að nokkur samhljómur hafi verið með atkvæðum dómnefnda og áhorfenda. Af þeim 10 lögum sem komust áfram í gær voru áhorfendur og dómarar sammála um 8 þeirra.I can now reveal that the score difference between #10 and #11 in last night's first Semi-Final was just 2 points. Out of the 10 qualifiers, juries and televoters agreed about 8 out of 10. Your vote matters! #Eurovision #DareToDream— Jon Ola Sand (@jonolasand) May 15, 2019 Jon Ola greinir þó ekki frá því um hvaða lög ræðir eða hvernig atkvæðin dreifðust í gær. Ætla má að nákvæm úrslit verði ekki birt fyrr en að úrslitakvöldinu loknu, til að varna því að upplýsingarnar hafi áhrif á atkvæðagreiðsluna.Sjá einnig: Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Sem fyrr segir komust 10 lög áfram í gær og munu þau keppa til úrslita á laugardag. Hatari mun stíga á svið á síðari hluta úrslitakvöldsins, sem þykir vænlegt til árangurs. Sjö af síðustu tíu sigurlögum hafa þannig verið flutt í síðari hlutanum. Þjóðirnir sem eru komnar í úrslit eru eftirfarandi, en 10 þjóðir bætast við á morgun: Grikkland Hvíta-Rússland Serbía Kýpur Eistland Tékkland Ástralía Ísland San Marínó Slóvenía Spánn Ítalía Ísrael Frakkland Bretland Þýskaland Eurovision Tengdar fréttir Hatarar rukkaðir um mótmæli vegna hernámsins Eurovision-gleðin hömlulaus en undir niðri krauma efasemdir. 15. maí 2019 10:49 Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Það er óhætt að segja að Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson hafi sparað stóru orðin í viðtali við Vísi í norræna partýinu í gær. 12. maí 2019 15:15 Ísland verður í seinni hlutanum á laugardag Ísland verður í seinni hluta úrslitakvölds Eurovision næstkomandi laugardag. Þetta kom í ljós við upphaf blaðamannafundar sem haldin var eftir að úrslit fyrsta undanriðils Eurovision 2019 voru kunngjörð. 14. maí 2019 23:06 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. Hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að aðeins tvö stig hafi skilið að atriðið sem hafnaði í 10. sæti í gær, og var þannig síðasta atriðið til að komast áfram á úrslitakvöldið á laugardag, og það lag sem hafnaði í 11. sæti og um leið komst ekki áfram. Rétt er að taka fram að ekki er um tvö atkvæði að ræða, heldur tvö stig, sem lögin fá frá áhorfendum og dómnefndum landanna. Þar að auki greinir Jon Ola frá því að nokkur samhljómur hafi verið með atkvæðum dómnefnda og áhorfenda. Af þeim 10 lögum sem komust áfram í gær voru áhorfendur og dómarar sammála um 8 þeirra.I can now reveal that the score difference between #10 and #11 in last night's first Semi-Final was just 2 points. Out of the 10 qualifiers, juries and televoters agreed about 8 out of 10. Your vote matters! #Eurovision #DareToDream— Jon Ola Sand (@jonolasand) May 15, 2019 Jon Ola greinir þó ekki frá því um hvaða lög ræðir eða hvernig atkvæðin dreifðust í gær. Ætla má að nákvæm úrslit verði ekki birt fyrr en að úrslitakvöldinu loknu, til að varna því að upplýsingarnar hafi áhrif á atkvæðagreiðsluna.Sjá einnig: Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Sem fyrr segir komust 10 lög áfram í gær og munu þau keppa til úrslita á laugardag. Hatari mun stíga á svið á síðari hluta úrslitakvöldsins, sem þykir vænlegt til árangurs. Sjö af síðustu tíu sigurlögum hafa þannig verið flutt í síðari hlutanum. Þjóðirnir sem eru komnar í úrslit eru eftirfarandi, en 10 þjóðir bætast við á morgun: Grikkland Hvíta-Rússland Serbía Kýpur Eistland Tékkland Ástralía Ísland San Marínó Slóvenía Spánn Ítalía Ísrael Frakkland Bretland Þýskaland
Eurovision Tengdar fréttir Hatarar rukkaðir um mótmæli vegna hernámsins Eurovision-gleðin hömlulaus en undir niðri krauma efasemdir. 15. maí 2019 10:49 Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Það er óhætt að segja að Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson hafi sparað stóru orðin í viðtali við Vísi í norræna partýinu í gær. 12. maí 2019 15:15 Ísland verður í seinni hlutanum á laugardag Ísland verður í seinni hluta úrslitakvölds Eurovision næstkomandi laugardag. Þetta kom í ljós við upphaf blaðamannafundar sem haldin var eftir að úrslit fyrsta undanriðils Eurovision 2019 voru kunngjörð. 14. maí 2019 23:06 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Hatarar rukkaðir um mótmæli vegna hernámsins Eurovision-gleðin hömlulaus en undir niðri krauma efasemdir. 15. maí 2019 10:49
Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17
Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Það er óhætt að segja að Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson hafi sparað stóru orðin í viðtali við Vísi í norræna partýinu í gær. 12. maí 2019 15:15
Ísland verður í seinni hlutanum á laugardag Ísland verður í seinni hluta úrslitakvölds Eurovision næstkomandi laugardag. Þetta kom í ljós við upphaf blaðamannafundar sem haldin var eftir að úrslit fyrsta undanriðils Eurovision 2019 voru kunngjörð. 14. maí 2019 23:06