Lífið

Hatari skríður áfram upp listann

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Þjóðirnar tíu sem tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær.
Þjóðirnar tíu sem tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær. Andres Putting

Uppfært 10:30: Hatrið mun sigra er komið upp í fimmta sæti á listanum.

Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár.

Hatari komst upp úr fyrri undanúrslitariðlinum í gær en tíu þjóðir tryggðu sæti sitt í úrslitum. Var mikil spenna enda hafði hvorki verið minnsta á Ástralíu né Ísland þegar fjögur laus sæti voru eftir.

En viti menn. Næstir upp úr hattinum voru Ástralir og Íslendingar í framhaldinu. Ástralir sitja í þriðja sæti veðbanka en atriði Kate Miller-Heidke, Zero Gravity, hefur vakið mikla athygli.

Taldar eru 6 prósent líkur á sigri Íslands sem klifrað hefur upp úr 10. sæti undanfarna daga. Síðari undanúrslitariðillinn er á morgun sem almennt er talinn sá sterkari. Er mat manna að þar sé betri lög að finna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.