Lífið

Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Mikil gleði fyrir utan Dan Panorama hótelið í nótt.
Mikil gleði fyrir utan Dan Panorama hótelið í nótt.
Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær.

Þar biðu, foreldrar, makar og aðrir vinir og ættingjar eftir íslenska hópnum og voru fagnaðarlætin mikil þegar sveitin mætti í hús.

Eins og alþjóð veit komst Ísland áfram í Eurovision í gærkvöldi þegar Hatari flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel Aviv.

Á blaðamannafundi í gær kom síðan í ljós að Ísland verður í seinnihlutanum af þeim löndum sem keppa á laugardaginn.

Nú er okkur spáð 6. sæti í Eurovision af helstum veðbönkum en í fyrradag var okkur spáð10. sæti.


Tengdar fréttir

Hatari skríður áfram upp listann

Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár.

Ísland verður í seinni hlutanum á laugardag

Ísland verður í seinni hluta úrslitakvölds Eurovision næstkomandi laugardag. Þetta kom í ljós við upphaf blaðamannafundar sem haldin var eftir að úrslit fyrsta undanriðils Eurovision 2019 voru kunngjörð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×