Enski boltinn

Mourinho: Ég vil ekki vera góði gæinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var oft erfitt hjá Mourinho á Old Trafford.
Það var oft erfitt hjá Mourinho á Old Trafford. vísir/getty

Jose Mourinho hefur varað kollega sína við því að það geti verið varasamt í starfi knattspyrnustjóri að ætla að verða góði gæinn sem sé vinur allra. Líka leikmanna.

Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Man. Utd í desember. Við starfinu tók Ole Gunnar Solskjær. Sá byrjaði frábærlega áður en liðið tók mikla dýfu í lok tímabilinu.

„Ég vil ekki vera góði gæinn. Góði gæinn verður leikbrúða eftir þrjá mánuði og það endar aldrei vel,“ sagði Mourinho en margir taka þessu sem skoti á Solskjær.

„Maður er nánast einn í þessu starfi. Er maður hefur ekki stuðning stjórnar og leikmenn fara upp á móti þér. Hver er þá góði gæinn?“

Mourinho sagði fyrir ári síðan að það hefði verið hans helsta afrek á ferlinum að ná öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með Man. Utd. Margir hlógu þá en gera það ekki núna.

„Ég meinti það sem ég sagði. Ég sagði þetta út af því sem ég var með í höndunum og mótlætinu gegn mér. Ég kreisti þetta eins og appelsínu til að ná þessum árangri,“ sagði Mourinho og bætti við að Paul Pogba væri ekki eina vandamál liðsins. Vandamálin væru líka innan veggja félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.