Real Madrid lauk tímabilinu með tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema pirraður.
Benzema pirraður. vísir/getty

Real Betis vann 0-2 sigur á Real Madrid á Santiago Bernabéu í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Real Madrid tapaði þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum á tímabilinu. Madrídingar enduðu í 3. sæti deildarinnar, annað árið í röð. Tímabilið var viðburðarríkt hjá Real Madrid en árangurinn enginn.

Staðan í hálfleik var markalaus en á 61. mínútu kom Loren Betis yfir. Fjórtán mínútum síðar skoraði Jesé Rodríguez, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, annað mark Betis og gulltryggði sigur gestanna. Lokatölur 0-2, Betis í vil.

Gareth Bale sat allan tímann á varamannabekk Real Madrid í dag. Allar líkur eru á því að Walesverjinn sé á förum frá Real Madrid eftir sex ár í herbúðum félagsins.

Betis endaði í 10. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.