Messi skoraði tvö í lokaleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi jafnar í 1-1.
Messi jafnar í 1-1. vísir/getty

Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Eibar á útivelli í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Barcelona tryggði sér Spánarmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Liðið vann aðeins einn af síðustu þremur deildarleikjum sínum. Börsungar enduðu með 87 stig, ellefu stigum meira en liðið í 2. sæti, Atlético Madrid.

Marc Cucurella kom Eibar yfir á 20. mínútu. Messi jafnaði á 31. mínútu og aðeins mínútu síðar kom hann Barcelona yfir.

Pablo De Blasis jafnaði í 2-2 á lokamínútu fyrri hálfleiks og þannig fóru leikar.

Messi skoraði 36 mörk í spænsku deildinni á tímabilinu og var langmarkahæsti leikmaður hennar. Argentínumaðurinn skoraði 50 mörk í öllum keppnum í vetur.

Barcelona á enn möguleika á að vinna tvöfalt en liðið mætir Valencia í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á laugardaginn kemur.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.