Lyon mun líklegra til þess að vinna Meistaradeild Evrópu Hjörvar Ólafsson skrifar 18. maí 2019 10:00 Ada Hegerberg, besti leikmaður heims 2018, á æfingu fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira
Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira