Fótbolti

Tottenham ósátt vegna sektar Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Öryggisverðir að störfum á Camp Nou
Öryggisverðir að störfum á Camp Nou vísir/getty
Tottenham hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna sektarinnar sem UEFA gaf Barcelona fyrir hegðun öryggisvarða á leik liðanna í Meistaradeildinni.

Aganefnd UEFA dæmdi sektaði Barcelona fyrir „ófullnægjandi skipulagningu“ í 1-1 jafnteflinu sem Barcelona og Tottenham gerðu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í desember.

Sektin nam rúmum 17 þúsund pundum sem Tottenham fannst ekki næg refsing þar sem myndbönd á samfélagsmiðlum sýndu öryggisverði virðast slá stuðningsmenn Tottenham með kylfum.

„Meðferðin sem okkar stuðningsmenn hlutu í Barcelona fyrir sex mánuðum var algjörlega óásættanleg,“ sagði talsmaður Tottenham við Sky Sports.

„Við lögðum mikið á okkur, ásamt Tottenham Hotspur Supporters Trust, til þess að færa UEFA sönnunargögn til þess að dæma í málinu. Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af því að þessi refsing dugi ekki til þess að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur.“

Þúsundir stuðningsmanna Tottenham og Liverpool munu ferðast til Spánar til þess að vera viðstaddir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, en hann verður leikinn í Madríd þann 1. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×