Fótbolti

Tottenham ósátt vegna sektar Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Öryggisverðir að störfum á Camp Nou
Öryggisverðir að störfum á Camp Nou vísir/getty

Tottenham hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna sektarinnar sem UEFA gaf Barcelona fyrir hegðun öryggisvarða á leik liðanna í Meistaradeildinni.

Aganefnd UEFA dæmdi sektaði Barcelona fyrir „ófullnægjandi skipulagningu“ í 1-1 jafnteflinu sem Barcelona og Tottenham gerðu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í desember.

Sektin nam rúmum 17 þúsund pundum sem Tottenham fannst ekki næg refsing þar sem myndbönd á samfélagsmiðlum sýndu öryggisverði virðast slá stuðningsmenn Tottenham með kylfum.

„Meðferðin sem okkar stuðningsmenn hlutu í Barcelona fyrir sex mánuðum var algjörlega óásættanleg,“ sagði talsmaður Tottenham við Sky Sports.

„Við lögðum mikið á okkur, ásamt Tottenham Hotspur Supporters Trust, til þess að færa UEFA sönnunargögn til þess að dæma í málinu. Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af því að þessi refsing dugi ekki til þess að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur.“

Þúsundir stuðningsmanna Tottenham og Liverpool munu ferðast til Spánar til þess að vera viðstaddir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, en hann verður leikinn í Madríd þann 1. júní.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.