Fótbolti

Allegri: Ákvörðun Juventus að ég hætti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Massimiliano Allegri
Massimiliano Allegri vísir/getty
Massimiliano Allegri segir að það hafi verið ákvörðun Juventus að hann yrði ekki áfram stjóri félagsins.

Á föstudag var það tilkynnt að Allegri hætti hjá félaginu eftir fimm ár við stjórnvöllinn. Hann vann Ítalíumeistaratitilinn öll árin, fjóra bikarmeistaratitla og tvisvar kom hann liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar.

„Eftir að hafa sest niður með forráðamönnum félagsins ákváðu þeir að það væri best að ég væri ekki stjórinn á næsta tímabili,“ sagði Allegri á blaðamannafundi í gær.

„Sambandið á milli forsetans og framkvæmdastjóranna er enn mjög gott. Við höfum vaxið saman og það er komið að tímapunktinum þar sem við skiljum.

„Það var ýmislegt skrifað sem var ekki rétt, að ég hefði viljað langan samning, umbreyta hópnum og fá inn nýja leikmenn en við komust ekki í það, við áttuðum okkur bara á því að það var best að halda ekki áfram saman.“

Hinn 51 árs Allegri ætlar ekki að taka neina skyndiákvörðun með framtíð sína og taka sér tíma í að ákveða næstu skref.


Tengdar fréttir

Allegri á förum frá Juventus

Ítalíumeistarar Juventus eru í þjálfaraleit en það er nú orðið ljóst að Massimiliano Allegri hættir með liðið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×