Fótbolti

Krasnodar náði Meistaradeildarsæti | Sandhausen slapp við umspil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni fékk fleiri tækifæri hjá Krasnodar eftir því sem leið á tímabilið.
Jón Guðni fékk fleiri tækifæri hjá Krasnodar eftir því sem leið á tímabilið. vísir/getty

Krasnodar tryggði sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili með 0-3 útisigri á Arsenal Tula í næstsíðustu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag.

Jón Guðni Fjóluson kom inn á sem varamaður hjá Krasnodar þegar 13 mínútur voru til leiksloka.

Krasnodar er öruggt með 3. sætið sem gefur þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar. Liðið getur enn náð 2. sætinu sem gefur sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen sem gerði 2-2 jafntefli við Regensburg í lokaumferð þýsku B-deildarinnar. Sandhausen endaði í 15. sæti deildarinnar og slapp við umspil um að halda sér uppi.

Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með Darmstadt sem vann 1-0 sigur á Aue. Darmstadt endaði í 10. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.