Fótbolti

Milan með mikilvægan sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Piatek fagnar marki sínu
Piatek fagnar marki sínu vísir/getty
AC Milan vann mikilvægan sigur í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ítöslku úrvalsdeildinni í dag.Krzysztof Piatek og Suso skoruðu mörk heimamanna í Milan gegn Frosinone á tæpum tíu mínútna kafla í seinni hálfleik.Rétt áður en Piatek skoraði fyrra markið fékk Frosinone vítaspyrnu en Camillo Ciano skoraði ekki úr spyrnunni. Leiknum lauk með 2-0 sigur Milan.Milan er með 65 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir 37 leiki. Inter er með 66 í þriðja sætinu, Atalanta 65 í fimmta sæti og Roma með 63 stig í sjötta sæti. Atalanta og Inter eiga leik til góða á Milan.Ef liðin enda jöfn að stigum eftir 38 leiki ráða innbyrðisviðureignir úrslitum og þar hefur Milan betur gegn Atalanta.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.