Fótbolti

Milan með mikilvægan sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Piatek fagnar marki sínu
Piatek fagnar marki sínu vísir/getty

AC Milan vann mikilvægan sigur í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ítöslku úrvalsdeildinni í dag.

Krzysztof Piatek og Suso skoruðu mörk heimamanna í Milan gegn Frosinone á tæpum tíu mínútna kafla í seinni hálfleik.

Rétt áður en Piatek skoraði fyrra markið fékk Frosinone vítaspyrnu en Camillo Ciano skoraði ekki úr spyrnunni. Leiknum lauk með 2-0 sigur Milan.

Milan er með 65 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir 37 leiki. Inter er með 66 í þriðja sætinu, Atalanta 65 í fimmta sæti og Roma með 63 stig í sjötta sæti. Atalanta og Inter eiga leik til góða á Milan.

Ef liðin enda jöfn að stigum eftir 38 leiki ráða innbyrðisviðureignir úrslitum og þar hefur Milan betur gegn Atalanta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.