Fótbolti

Ragnar hélt hreinu gegn toppliðinu

Ragnar í leik með Rostov.
Ragnar í leik með Rostov. vísir/getty

Ragnar Sigurðsson og félagar í Rostov höfðu betur gegn toppliði Zenit Petersburg á heimavelli sínum í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ragnar spilaði allan leikinn fyrir Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður.

Eina mark leiksins skoraði Ivelin Popov á 67. mínútu úr vítaspyrnu.

Þegar ein umferð er eftir af deildinni er Zenit með öruggt forskot á toppi deildarinnar en Rostov er þægilega um miðja deild, í sjöunda sæti með 41. stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.