Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó Lovísa Arnardóttir skrifar 1. maí 2019 10:00 Krakkaveldi heldur baráttufund í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira