Innlent

Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó

Lovísa Arnardóttir skrifar
Krakkaveldi heldur baráttufund í dag.
Krakkaveldi heldur baráttufund í dag. Fréttablaðið/Anton Brink
Á al­þjóð­legum bar­áttu­degi verka­lýðsins heldur Krakka­veldi, stjórn­mála­flokkur krakka, bar­áttu­fund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa á­huga boðið að taka þátt í um­ræðum um stefnu­mál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa á­huga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnu­málin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru lofts­lags­breytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi.

Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.

Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál?

„Nei, en ekki endi­lega,“ segir Eld­lilja Kaja Heimis­dóttir og hinir krakkarnir taka undir.

Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í um­ræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sæ­var Helgi Braga­son, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra, og Andri Snær Magna­son.

„Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eld­lilja.

Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fal­legt.

„Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eld­lilja Kaja.

„Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að aug­lýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og á­kvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ást­rós Inga Jónsdóttir.

Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vin­konu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom.

Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa á­huga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag.

„Endi­lega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ást­rós.

Krakka­veldi eru sam­tök sem voru stofnuð í fyrra. Í sam­tökunum eru börn sem eiga það sam­eigin­legt að vilja hafa á­hrif á sam­fé­lag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Mark­mið Krakka­veldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar al­var­lega.

Krakkarnir í Krakka­veldi hafa hist reglu­lega frá stofnun sam­takanna og skipu­lagt ýmsar að­gerðir síðustu viku til að vekja at­hygli á málum sem þeim þykja mikil­væg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la




Fleiri fréttir

Sjá meira


×