Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó Lovísa Arnardóttir skrifar 1. maí 2019 10:00 Krakkaveldi heldur baráttufund í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði