Innlent

Hlutu viður­kenningina Eld­hugar í um­hverfis­málum

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, FÍS, Elsa María Guðlaugs Fríðudóttir, LÍA, Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs Íslands, Sigurður Loftur Thorlacius, UU, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, FÍS, Elsa María Guðlaugs Fríðudóttir, LÍA, Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs Íslands, Sigurður Loftur Thorlacius, UU, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. vísir/vilhelm

Skipuleggjendur loftslagsverkfalla á Íslandi á Austurvelli og skólaverkfalla fyrir komandi kynslóðir í anda Gretu Thunberg hlutu í dag viðurkenninguna Eldhugar í umhverfismálum.

Viðurkenningin er á vegum Reykjavíkurborgar og hefur hún verið afhent árlega á vorin á þeim tíma er vorhreinsun stendur yfir og átakið Hreinsum saman. Viðurkenningin er veitt fyrir vitundarvakningu í umhverfismálum í víðri merkingum, þar með talið loftslagsmálum.

Í tilkynningu frá borginni segir að hópurinn hafi staðið fyrir loftslagsverkfallinu á Íslandi fyrir komandi kynslóðir – Landssamtök íslenskra stúdenta, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ungir umhverfissinnar og Stúdentaráð Háskóla Íslands og allir sem taka þátt í þeim eru eldhugar í umhverfismálum.

Frá loftslagsverkfalli á Austurvelli. Reykjavíkurborg

„Þau hljóta viðurkenningu fyrir atorku, frumkvæði og vitundarvakningu í umhverfismálum með mótmælunum á Austurvelli alla föstudaga í samstilltum aðgerðum á heimsvísu. Markmið þeirra er að sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji róttækar aðgerðir,“ segir í tilkynningunni.

Loftslagsverkfallið hefur verið haldið tíu sinnum á Íslandi og 36 sinnum á vegum Gretu Thunberg sem er frumkvöðullinn og hefur staðið fyrir verkföllum skólabarna fyrir loftslagið. Áhrifa hennar og eldmóð gætir víða um heim. Ellefta verkfallið verður á morgun föstudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.