Erlent

Veita aukið fé í rannsókn á hvarfi Madeleine McCann

Birgir Olgeirsson skrifar
Madeleine McCann var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf í Portúgal árið 2007.
Madeleine McCann var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf í Portúgal árið 2007. Vísir/EPA
Lögreglan í Bretlandi hefur farið fram á aukið fjármagn til að halda áfram rannsókn á hvarfi Madeleine McCann.

Madeilene, þá þriggja ára, sást síðast í fríi með foreldrum hennar og systkinum í Praia da Lux í Portúgal í maí árið 2007.

Eftir að rannsókn lögreglunnar í Portúgal varð að engu hefur breska rannsóknalögreglan Scotland Yard rannsakað hvarf Madeilene. Sú rannsókn hlaut heitið Operation Grange, sem hefur kostað 11,75 milljónir punda, eða því sem nemur um 1,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.

Lögreglan þarf á hálfs árs fresti að sækja um fjárveitingu fyrir rannsókninni hjá innanríkisráðuneyti Breta.

Í nóvember síðastliðnum varð ráðuneytið við 150 þúsund punda beiðni lögreglunnar, sem nemur tæpum 24 milljónum íslenskra króna.

Lögreglan hefur staðfest við Sky að aftur hafi verið sótt um aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar.

Segist lögreglan rannsaka nokkra anga málsins og bætir við að hún telji að almenningur myndi vilja að það yrði gert.

Mun fámennt teymi innan lögreglunnar halda áfram rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×