Íslenski boltinn

Fylkir vann nýliðaslaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fylkiskonur byrja deildina vel
Fylkiskonur byrja deildina vel vísir
Stjarnan, Fylkir og HK/Víkingur byrjuðu Pepsi Max-deild kvenna á sigrum en fyrsta umferð deildarinnar fór af stað í kvöld.

HK/Víkingi og KR var spáð falli í spá fyrirliða og forráðamanna fyrir tímabilið og liðin mættust í Kórnum í kvöld.

Heimakonur fengu nóg af færum til þess að komast yfir í upphafi leiks en markið kom ekki fyrr en á 38. mínútu þegar Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eftir sendingu Fatma Kara.

Leikmenn KR reyndu hvað þær gátu að jafna metin þegar leið á leikinn en jöfnunarmarkið kom ekki og HK/Víkingur fagnaði 1-0 sigri.

Það var nýliðaslagur í Árbænum þar sem Fylkir og Keflavík mættust.

Byrjunin var svo sannarlega fjörug en Ída Marín Hermannsdóttir kom Fylki yfir strax á 2. mínútu með skoti í slána og inn. Mínútu seinna var Sveindís Jane Jónsdóttir búin að jafna fyrir Keflavík.

Í upphafi seinni hálfleiks kom Marija Radojicic heimakonum aftur yfir með góðu einstaklingsframtaki. Þannig lauk leik með 2-1 sigri Fylkis.

Fylkir var sterkara liðið í fyrri hálfleik en Keflavík sótti í þeim seinni án þess að uppskera.

Á Samsungvellinum í Garðabæ mætti Stjarnan Selfyssingum. Eina mark leiksins skoraði Birna Jóhannsdóttir eftir fyrirgjöf Sóleyjar Guðmundsdóttur.

Fylkir, HK/Víkingur og Stjarnan bætast því í hóp með Breiðabliki með þrjú stig eftir fyrsta leik. Umferðinni líkur svo með leik Vals og Þórs/KA annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×