Innlent

Spara tíu milljónir

Sveinn Arnarsson skrifar
LSH auglýsir fyrir 400 þúsund á mánuði á samfélagsmiðlum.
LSH auglýsir fyrir 400 þúsund á mánuði á samfélagsmiðlum.

Landspítali varði um 4,6 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum í fyrra. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar á þingi.

Deildarstjóri samskiptadeildar spítalans segir að með því að færa auglýsingar á samfélagsmiðla sparist um tíu milljónir króna árlega.

Til samanburðar var samanlagður kostnaður Landlæknisembættis, Sjúkratrygginga Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Lyfjastofnunar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands einungis rúm ein milljón króna.

„Útgjöld Landspítala til auglýsinga í samfélagsmiðlum eru ekki nema um 20 prósent af því sem útgjöldin voru áður til prentmiðla. Auglýsingar í rafrænum miðlum eru árangursríkari og skilvirkari. Þessi þróun snýst alfarið um faglegri vinnubrögð og sparnað,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala.

Björn Leví spurði ráðherra hvort kaup á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum samræmdust stefnu stjórnvalda um að efla íslenska fjölmiðla. Heilbrigðisráðherra svaraði því til að kaup á auglýsingum væru ekki leið til að efla íslenska fjölmiðla. „Til þess þurfi að fara aðrar leiðir sem hafi það tiltekna markmið, byggist á skýrri stefnu og feli í sér sanngirni og jafnræði.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.