Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2019 13:00 Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð. Þriggja metra breið miðeyja verður á milli akbrauta með vegriði beggja vegna. Teikning/Vegagerðin. Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. Hluti verksins er í raun fyrsti áfangi borgarlínunnar og stefnir Ístak að því að hefjast handa strax eftir helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Lengi hefur verið þrýst á þessar samgöngubætur en breikkun þessa 3,2 kílómetra kafla, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og kirkjugarðsins í Hafnarfirði, er stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.Vegarkaflinn er 3,2 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin.Það eru liðnar meira en sex vikur frá því tilboð voru opnuð. Það hefur hins vegar dregist að skrifa undir verksamninga en núna er búið að höggvið á hnútinn. Þrír verktakar, Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar, áttu saman lægsta boð upp á 1.864 milljónir króna, en því boði hafnaði Vegagerðin. Fjögur tilboð bárust í verkið. Núna er búið að semja við Ístak.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Það kannski sneri mest að fyrrverandi reynslu lægstbjóðanda. Við gerum þá kröfu í útboði að verktaki þarf að hafa reynslu af einu verki, sem er meira en 50 prósent af umfangi þess verks sem við buðum út,“ sagði Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, og segir verkið á áætlun, þrátt fyrir þessa uppákomu. Vegagerðin valdi í staðinn að ganga til samninga við Ístak, þann verktaka sem átti næstlægsta boð, upp á 2.106 milljónir króna, sem var 242 milljónum hærra en lægsta boð. Skrifað var undir verksamninga á grundvelli tilboðs Ístaks í gær.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, undirrituðu verksamninginn í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar við Borgartún í Reykjavík.Stöð 2/KMU.„Við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt og skemmtilegt verkefni innan vegagerðar, margir verkþættir sem við komum að þarna. Þannig að þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Og það verður strax hafist handa.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Verktaki ætlar að setja upp aðstöðu á mánudaginn kemur,“ segir Óskar Örn. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna. „Við sjáum þetta líka sem fyrsta áfangann í borgarlínunni því það er hluti þarna undir sem er fyrsti áfangi borgarlínunnar, göngin undir Strandgötuna,“ segir Karl. Göng Strandgötu undir Reykjanesbraut verða breikkuð til að skapa rými fyrir borgarlínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verkinu skal lokið innan átján mánaða en verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Nánar má lesa um verkið á vef Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45 Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. Hluti verksins er í raun fyrsti áfangi borgarlínunnar og stefnir Ístak að því að hefjast handa strax eftir helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Lengi hefur verið þrýst á þessar samgöngubætur en breikkun þessa 3,2 kílómetra kafla, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og kirkjugarðsins í Hafnarfirði, er stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.Vegarkaflinn er 3,2 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin.Það eru liðnar meira en sex vikur frá því tilboð voru opnuð. Það hefur hins vegar dregist að skrifa undir verksamninga en núna er búið að höggvið á hnútinn. Þrír verktakar, Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar, áttu saman lægsta boð upp á 1.864 milljónir króna, en því boði hafnaði Vegagerðin. Fjögur tilboð bárust í verkið. Núna er búið að semja við Ístak.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Það kannski sneri mest að fyrrverandi reynslu lægstbjóðanda. Við gerum þá kröfu í útboði að verktaki þarf að hafa reynslu af einu verki, sem er meira en 50 prósent af umfangi þess verks sem við buðum út,“ sagði Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, og segir verkið á áætlun, þrátt fyrir þessa uppákomu. Vegagerðin valdi í staðinn að ganga til samninga við Ístak, þann verktaka sem átti næstlægsta boð, upp á 2.106 milljónir króna, sem var 242 milljónum hærra en lægsta boð. Skrifað var undir verksamninga á grundvelli tilboðs Ístaks í gær.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, undirrituðu verksamninginn í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar við Borgartún í Reykjavík.Stöð 2/KMU.„Við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt og skemmtilegt verkefni innan vegagerðar, margir verkþættir sem við komum að þarna. Þannig að þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Og það verður strax hafist handa.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Verktaki ætlar að setja upp aðstöðu á mánudaginn kemur,“ segir Óskar Örn. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna. „Við sjáum þetta líka sem fyrsta áfangann í borgarlínunni því það er hluti þarna undir sem er fyrsti áfangi borgarlínunnar, göngin undir Strandgötuna,“ segir Karl. Göng Strandgötu undir Reykjanesbraut verða breikkuð til að skapa rými fyrir borgarlínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verkinu skal lokið innan átján mánaða en verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Nánar má lesa um verkið á vef Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45 Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30
Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45
Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45